Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Árni á Heydalsá og Bjarni á Kirkjubóli
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Árni á Heydalsá og Bjarni á Kirkjubóli
Árni á Heydalsá og Bjarni á Kirkjubóli
Bjarni hét maður Snorrasonar prests Ásgeirssonar prests Einarssonar; hann bjó á Kirkjubóli í Tungusveit. Samtíða honum bjó Árni nokkur á Heydalsá, fjölkunnugur og óvinsæll maður. Ekki féll vel á með þeim nábúunum og einhverju sinni olli Árni því með gjörningum sínum að kýr Bjarna ærðist og urðu svo mikil brögð að því að Bjarni varð að skera hana. Bað þá kona hans að hann skyldi kasta skrokknum í sjóinn. Bjarni kvað ekki saka því öll kynstrin hefðu farið í blóðið, og gjörði kúna til, en sama kvöld fór hann að Heydalsá og hafði með sér herðarblað kýrinnar, og er þeir Árni fundust réð Bjarni á hann. kom honum undir og flengdi hann með herðarblaði kýrinnar og kvaðst mundi ráða hann af dögum ef hann gjörði sér oftar slíkar glettingar.