Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ólafur í Gröf
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ólafur í Gröf
Ólafur í Gröf
Maður hét Ólafur Þorleifsson í Gröf í Miklaholtshrepp; hann var skyggn svo að þegar hann var orðinn steinblindur í elli sinni sagði hann fólkinu sem hjá honum var inn í bænum að nú sæi hann mann koma, nú væri maður kominn og tilgreindi stundum hver það væri áður en nokkur á heimilinu vissi það, og reyndist jafnan satt það sem karlinn sagði.