Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Önnur Brynjubæn (Særing móti illum öndum)
Önnur Brynjubæn (Særing móti illum öndum)
Ég særi þig, óhreinn andi, í burt frá þessum manni eður mér og mínum hvort sem það er heldur kona eða karlmaður, skyldur eða vandalaus. Ég særi þig frá öllum sem ég vil það[1] gjöra og ég vil þessa bæn yfir lesa eður ég hana yfir legg. Í þriðja máta særi ég þig frá öllum þeim skepnum sem ég þessa bæn yfir les. Þessa særing les ég yfir þér í nafni þess krossfesta Jesu Christi og vegna sinnar[2] ástar og kærleika sem hann hefur á sínum börnum[3] [Ég særi þig fyrir alla guðdómsins þrenning og allar jurtir á jörðunni sem vaxa og vaxið hafa.[4] Ég særi þig, óhreinn andi, frá mér og öllum mínum kindum sem og frá þeim mannaskepnum sem ég vil gott fyrir biðja. Ég særi þig í nafni guðs sonar sem særður var á krossinum fyrir allar veraldarinnar syndir. Ég særi þig, óhreinn andi, við öll þau sár sem allir helgir[5] menn hafa verið særðir forðum, frá heimsins upphafi allt til þessa dags, frá mér og öllum[6] sem þessa bæn á sér bera, svo sem allir menn hafa verið særðir. [Ég særi þig, óhreinn andi,[7] frá mér sem lífið flæmist frá[8] dauðanum. Hreki þig kraftur þessara orða og mín trú sem vindur[9] strá frá sér sem harðast.
- Flýðu og farðu,
- frjóstu og brenndu,
- angri þig allar kindur
- sem skapaðar eru
- og skírast kunna
- héðan í frá
- á himni og jörðu.
- Hreki þig allt og hrífi,
- haldinn[10] versta kífi,
- verði þér aldrei rótt
- hvorki dag né nótt,
- hátt lé lágt
- í hverri átt,
fyrr en þú aftur þangað fer, hvaðan þú ert[11] sendur. Allt [þar til[12] þú ert þangað kominn skal þig grimmt pína[13] öll guðs kristni og allar guðsbarna bænir. Ég særi þig til allra verstu harma og hryggða að þú við þenna minn bænarlestur[14] víkir að augabragði. En ef þú fer ekki[15] burtu eftir krafti guðlegrar þrenningar svo skaltu drafna[16] og dragast niður í verstu[17] staði og[18] skammist þín, af skömm klemmdur.
- Ami þér og ýfi þig[19]
- [allur guðs kraftur[20]
- vertu aldrei óbundinn[21] og óýfður
- af orðum mínum,
- haldinn og kvalinn af hörðum pínum,
- hljóttu skömm af þessum línum.
Ég særi þig frá mér og öllum þeim skepnum sem ég les þessi bænarorð yfir; vertu mér[22] svo fjarlægur sem austrið er frá vestrinu. Ég særi þig við[8] guðs orða kraft svo sem hann útskastaði þér úr himnaríki.
- Hafðu nú hvergi frið
- héðan af, ég bið;
- gefi mér Jesús guðs son lið
- svo gæfunnar öðlist æðsta mið.
Eyði drottinn öllum þeim sem mér vilja illt gjöra. Vertu mér, drottinn, hýr og hollur, Abrahams, Ísaks og Jakobs guð, drottinn með heilögum anda í Jesú nafni, og himnaríkis höfuðengla, Mikalk, Raffaelk, Salathielk, Biackaelk, Chirubim, Chaelk, Thobíelk og Seruphim sé dag og nótt til sigurs með mér sem sjór á land gengur og sól til jarðar skín. Elski mig og að sér taki allir himneskir og heilagir andar og himneskir drottins míns. Komi mér hjálp af jörðu, sigur af sólu, sæla af tungli, stoð af stjörnum og styrkur af englum drottins. Verði mér þessi orð svo sönn og örugg sem drottni þá hann skapaði himin og jörð til nomin pat. Patir A fillum et Spiritus Sanctus. Amen.
Fyrir þessa síðustu grein á lausu máli hafa Vestfjarðakverin þetta niðurlag í ljóðum við bænina:
- Farðu nú norður og niður,
- náist þér hvergi friður;
- hver þinn leggur og liður
- limist bálið viður;
- grenji kvala kliður,
- kveljist hrekkja smiður
- ætíð meir en miður,
- maðurinn hver þess biður.
- Flýðu nú kargur keppinn,
- kvillaður, kramdur, deppinn,
- kvalinn um vambar sveppinn,
- hvorki heill né heppinn;
- logann hafðu fyrir leppinn,
- liggðu svo kyrr og hneppinn.
- Út héðan, út þaðan,
- út og gjör þig hraðan,
- út í eilífan skaðann,
- út í eldinn glaðan,
- út í eisu hlaðann
- út í pytt bölvaðan.
- Minni ræðu flýðu frá,
- fjandi ótta bundinn;
- þinni mæðu endir á
- aldrei verði fundinn.
- Amen.
- ↑ Gott, Vestfjarðakverin.
- ↑ þeirrar, Vestfjarðakverin.
- ↑ Vestfjarðakverin bæta inn í „kæru“ á undan „börnum“.
- ↑ Frá [ vantar í Vestfjarðakverin.
- ↑ heilagir, Vestfjarðakverin.
- ↑ Vestfjarðakverin bæta inn í „þeim“ á eftir „öllum“.
- ↑ Frá [ vantar í „Vasakverið“.
- ↑ 8,0 8,1 fyrir, Vestfjarðakverin.
- ↑ Vestfjarðakverin bæta inn í „hrekur“ eftir „vindur“.
- ↑ Vestfjarðakverin bæta inn í „í“ á eftir „haldinn“.
- ↑ varst, Vestfjarðakv.
- ↑ til þess, Vestfjarðakv.
- ↑ Vestfjarðakv. bæta inn í „og pressa“ á eftir „pína“.
- ↑ Eftir „bænalestur“ bæta Vestfjarðakverin inn í „og blöð þessi burt“.
- ↑ eigi, Vestfjarðakv.
- ↑ Eftir „drafna“ bæta Vestfjarðakverin inn í „allur í sundur“.
- ↑ neðstu, Vestfjarðakv.
- ↑ svo, Vestfjarðakv.
- ↑ Vantar í Vestfjarðakverin.
- ↑ Frá [ hafa Vestfjarðakv. þannig: „allir guðskraftar“.
- ↑ óbrenndur, Vestfjarðakv.
- ↑ Vestfjarðakv. bæta inn í eftir „mér“; „og þeim“.