Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ýmislegt af Ólafi tóna

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Ýmislegt af Ólafi tóna

Í tíð Árna Magnússonar hafa verið fleiri sögur um Ólaf tóna á Vestfjörðum og þar mun hann hafa búið. Ein er sú að hann hét að taka Gufudalsháls og brúa með yfir Gilsfjörð og vildi hafa gjald af hverjum bónda, en bændum þótti gjaldið of mikið; varð svo ekki neitt úr neinu. Árni Magnússon hefur þekkt hina fyrrnefndu sögu um Tónavör og dregur hann af því og öðrum líkum að Ólafur hafi vestfirzkur verið og átt heima á Skarði og kallar hann hann Þorleifsson. Síra Friðrik í Akureyjum segir að Ólafur hafi verið ráðsmaður á Skarði í tíð Ólafar ríku. Það er enn í mæli að Ólafur hafi numið galdra sína að Straumfjarðar-Höllu.