Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Að stemma blóð les þetta
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Að stemma blóð les þetta
Að stemma blóð les þetta
- Stemmist blóð þeim blæðir.
- blóð féll af guðs róðu;
- almáttugum bauð ótta,
- af undum sárlega píndist;
- stattu í dýrð svo dreyri,
- en það guðsson heyri;
- önd og blóðugar æðar
- er sá (sú) sæll (sæl) sem leysist.
- Stemmist blóð, blæði hverki út né inn.
Með þessum orðum stemmdi sankti Jóhannes blóð á vorum herra... Steinn stendur í hofinu, sá heitir Surtur. Þar liggja níu nöðrur. Þær skulu hverki vöku hafa né væran sofa fyrr en þetta blóð er stemmt. Stemmist blóð í nafni föður og sonar og anda heilags. Filium spiritum domino pater.