Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Af skyggnum manni

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Af skyggnum manni

Ég hefi þekkt mann sem ég nú vil ekki nafngreina; hann sá stundum menn sem vóru langt í burtu, rétt eins og þeir nálægir væru, og sá glöggt allt atferli þeirra svipað því sem sagt er um Odd biskup. En hvorki veit ég hvort hann þóttist sjá þetta með augunum eins og menn sjá nálæga hluti eða hvort hann hafði óskiljanlega sjón nema stundum. En það veit ég að hann sá ætíð rétt með þessari sjón.