Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Andlát Hálfdanar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Andlát Hálfdanar

Þegar séra Hálfdan lagðist banaleguna voru menn svo fulltrúa um að fjandinn mundi sækja hann að enginn vildi vera hjá honum þegar hann skildist við. Þó fékkst stúlka ein til þess. Sagði prestur henni að hafa það að marki að brygði ljósgeisla fyrir við andlát hans, þá færi hann vel, en annars illa. Nú dregur af presti svo hann getur hvorki lifað né dáið. Safnast þá kringum hann grá þoka og öll að sjá full af flugum. En allt í einu bregður fyrir miklum og fögrum ljósgeisla. Andast þá prestur í sama vetfangi, en þokan og flugurnar hverfa gjörsamlega.