Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Bæn

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Bæn

Reiði þeirrar heilögu guðdómsins þrenningar komi yfir þann sem mér er á móti og í óleyfi að mér sækir hvort þeir vilja gjöra það með göldrum eða gjörningum svo komi það aldrei nær mér en það eigi að mér 50 fet. Ég særi frá mér alla ára og andskota með Jesú Christi kröftuglegum höfuðsárum og hans eigin nöfnum. Og særi ég þig frá mér, þú leiði djöfull og andskoti, í burt ofan í það versta eldsins bál og díki og þína vini og sendiboða. Ó herra Jesú, heyr þú mig; heilög þrenning, bænheyr þú mig í Jesú nafni.