Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Bergur prófastur og tilberinn

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Bergur prófastur og tilberinn

Einu sinni sá prófastur síra Bergur Guðmundsson í Bjarnanesi [1744-1789] á ferð sinni um sveit sína á milli Þinganess og Almannaskarðs tilbera í kúahóp, og var hann þá að vefja sig um eina kúna og sjúga hana. Hann kemur þar að og rekur hann af kúnni, en hann verst lengi í kúahópnum, en að síðustu getur hann fælt hann þaðan og prestur eltir hann á sínum nafnfræga hesti Kokki og upp að Dal í Lóni, hvaðan tilberinn var, og stekkur tilberinn upp undir konuna, en prestur refsar henni.