Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Bjarni amtmaður og Þorgrímur gullsmiður
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Bjarni amtmaður og Þorgrímur gullsmiður
Bjarni amtmaður og Þorgrímur gullsmiður
Bjarni amtmaður Thorarensen og Þorgrímur gullsmiður Thomsen á Bessastöðum voru aldavinir og áttu oft fundi og tal saman meðan Bjarni bjó að Gufunesi. Svo er mælt að eitt sinn er þeir voru tveir einir hafi þeir talað um dauða sinn og eilíft líf og bundið það fastmælum að hvor þeirra sem fyrr dæi skyldi gera hinum nokkra bendingu um hvernig háttað væri í eilífu lífi. Bjarni andaðist fljótlega sem alkunnugt er á Möðruvöllum nyrðra. En er hann var liðinn dreymir Þorgrím á Bessastöðum að honum þykir Bjarni koma til sín með einkar glaðlegu yfirbragði og mæla þessum orðum: „Óútsegjanleg er guðs dýrð.“