Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Brekkan í Hamrahól

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Brekkan í Hamrahól

Í Hamrahól í Grímsey enum vestari er Hólatjarnar megin brekka sem ei má slá. „Árni heitinn hafði slegið hana og dó sama veturinn. Jón hreppstjóri sló hana, en um veturinn brjálaðist kona hans; Jónatan sló hana hér um haustið, en hrapaði þá í Gjögrunum. Í gær ætlaði hann að slá hana, en sneri frá.“