Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Brynjubæn í ljóðum (brot)

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Brynjubæn í ljóðum (brot)

Dökkvir frá mér djöfla rakkar,
dökkvir burtu allir hrökkvi,
dökkvir illir díkis bokkar,
dökkvir niður um eilífð sökkvi.

Falli niður fjandar illir,
falli þeir fyrir Jesúm allir,
falli sá sem flestum spillir,
falli hann til heljar stalla.

Frost og kulda frá mér leystu,
fjúk og hríð, minn Jesú blíði,
frá hagli, stormi, stríðum harmi,
straum og háska gef að gaumi.

Hasti á djöful herrann Christi,
hasti niður og frá mér kasti,
hasti á vind svo hann ei grandi,
hasti á sjó þá menn við óar.

Heyrðu, Jesú hæstur, orðin,
heyrðu, neyð í burtu keyrðu,
heyrðu, bezti hlífðarskjöldur,
heyrðu mig og við þig reyrðu'

Sendi' eg fra mer Satan vondan,
sendi' eg burtu illan hundinn,
sendi' eg bæn á samri stundu,
sendi, eg þær í drottins hendur.
…...

Brynja heitir bænin hreina,
og búin ljóð fyrir kristnum þjóðum;
verði það að áhrínsorðum
öllum, bæði konum og körlum.