Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Draumkonur Vigfúsar í Björgum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Draumkonur Vigfúsar í Björgum

Á bænum Björgum í Kinn var maður sem Vigfús hét seint á átjándu öld. Hann átti tvær draumkonur líkt og segir um Gísla Súrsson í sögu hans. Átti sín þeirra heima í hvorri klöpp; önnur var út í fjallinu, en hin suður í klöpp við á þá er kölluð er Karlsá. Dreymdi hann þær oft. Sagði önnur honum það sem verra var og til ills horfði, en hin allt sem betra var og spáði honum góðra hluta.