Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Draumur Önnu Hjaltested

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Draumur Önnu Hjaltested

Jómfrú Anna Hjaltested dreymdi seint á útmánuðum þessar vísur:

Vend hingað [auga]
vegfarandi,
skoðaðu allsherjar
skapadægur;
enginn er svo frækinn
að falli verjist
þegar fjörbrjótur
fleini lyftir.


Láttu þessi sannindi
leið þér vísa
svo fáirðu víslega
ferðum hagað;
löng er ei leiðin,
líður hún óðum,
síviðbúin sértu,
senn mun á þig kallað.

Hún varð bráðkvödd þremur mánuðum seinna.[1]


  1. Anna, dóttir Georgs Péturs Hjaltesteðs á Helgavatni í Vatnsdal, alin upp í Steinnesi, d. 23. maí 1841, á 17. ári, sjá Huld (2. útg.), II, 200.