Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Draumur Friðriks á Hofi

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Draumur Friðriks á Hofi

Friðrik hreppstjóra Níelsson á Hofi í Hjaltadal dreymdi vorið 1864 að hann þóttist hitta Gunnlaug skipherra á Skipalóni, kunningja sinn, og spyrja hann hvernig honum liði núna. Hinn kvað svona, en vera kominn í félagskap við Benidikt í Skjaldarvík. Hrökk Friðrik við það upp; mundi hann að B[enedikt] Salomonsen hafði drukknað vorið áður, og setti á sig drauminn. Nokkru seinna frétti hann að Gunnlaugur fór í hákallalegu, og hefur ekki til hans spurzt inn til þessa dags.