Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Draumur Gísla í Skál
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draumur Gísla í Skál
Draumur Gísla í Skál
Þegar Gísli var unglingur á Skál hjá Eiríki lögréttumanni Gíslasyni[1] föður sínum dreymdi hann sig vera staddan í kirkjugarðinum þar. Sér hann þar gröf opna. Þar upp úr kemur dökkleitt naut með mannshöfði og syngur vers þetta:[2]
- Sál mín í trú sannri gjör þú
- syndanna iðran hreina.
- Dómsdagur hér fyrir dyrum er;
- dróttinn vill réttinn greina.
- Bú þig snart við með beztan sið
- burt frá syndum að sníða,
- því klingir nú klár raustin sú:
- „Komið til dómsins stríða.“
Litlu seinna dó presturinn þar og varð jarðaður í sömu gröf, líkast Einar móðurfaðir hans, prófastur á Prestsbakka.[3]