Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Draumur Jóns á Kaldrananesi
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draumur Jóns á Kaldrananesi
Draumur Jóns á Kaldrananesi
Hann, í einn morguntíma er hann sofnaði fyrir utan tún, dreymdi draum að honum þótti maður koma til sín á bleikri yfirhöfn og var stærri en nokkur mennskur maður; teymdi hann eftir sér bleikan hest so stóran að Jón ímyndaði sér að hann mundi ná með langri svipu undir kviðinn á hestinum. Á hestinum var dægilegur kvenmaður í gullbúnum söðli. Virtist honum hún so dægileg að honum sýndist hún fögur sem sól. Honum sýndist maðurinn ganga frá sér, þá vaknaði hann. Sagði hann drauminn einum vin sínum og réði hann sjálfur so að maðurinn og hesturinn mundi merkja mannadauða, en konan mundi merkja eilífðina. Og það gekkst eftir að um sumarið byrjuðust harðindin sem vóru kölluð brunaharðindi síðast.