Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Draumur Tómasar á Veturliðastöðum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draumur Tómasar á Veturliðastöðum
Draumur Tómasar á Veturliðastöðum
Tómas hét bóndi og var á Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Sumarið 1821 var hann að slá í túni sínu; sókti hann svefn mjög um hádegisbilið, lagði sig niður í slægjuna, sofnaði brátt og dreymdi föður sinn, og mælti í styttingi: „Nú er ekki tími til að sofa því vetur gjörist langur.“ Hrökk Tómas upp við þetta. Varð það orð og að sönnu, því í átjándu viku sumars gerði rigningar og óþurrka; lagðist alveg að með vetri og batnaði ekki fyrr en með pálmadegi, gerði síðan öndvegistíð. Tómas þenna hafði dreymt líks efnis fyrir árunum 1801-1802.[1]
- ↑ Tómas á Veturliðastöðum var Jónsson Ásmundssonar s. st. í manntali 1816 er Tómas talinn 47 ára, en Jón 90 ára.