Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Drengur losnar við skyggnleika

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Drengur losnar við skyggnleika

Maður hét Jón Þorsteinsson hér í Staðarsveit, stilltur, greindur og fámálugur. Hann sagði mér svo frá að hann í æsku sinni hefði séð ýmsar ofsjónir, bæði ókennilega menn og svipi dauðra manna og ýmislegar fylgjur á undan komumönnum, og hefði hann tíðum hræðzt þessar sjónir sem eins hefðu borið fyrir sig í birtu og dimmu. En svo hefði að borið þegar hann var tíu vetra að ókunnug kona hefði mætt sér í hálfrökkri inn í frambænum og í því þau mættust hefði hún andað framan í andlit sér og hvorfið í sama augnabliki og úr því hefði sér að mestu hvorfið þessi skyggnleiki.