Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Enn seidd mjólk frá Íslandi
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Enn seidd mjólk frá Íslandi
Enn seidd mjólk frá Íslandi
Utanlands bjuggu systkin tvö ein sér. Einu sinni komu gestir til þeirra og voru hjá þeim nætursakir. Um kvöldið sáu þeir að fjórir þráðarspottar hangdu niður úr loftinu, og fyrir háttur fór stúlkan að toga í spottana. Þar kom mjólk og svo mjólkaði hún fulla fötu. Þegar gestirnir komu til byggða sögðu þeir frá, og þókti mönnum þetta undarlegt. Kom það fyrir yfirvöldin. Tóku þau systkinin undir rannsókn og kröfðu þau til sagna. Jæja, það kom þá upp að þau völdu beztu kýrnar á Íslandi og toguðu til sín með fjölkynngi sinni mjólkina úr þeim.