Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Göngukonusteinn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Göngukonusteinn

Á hamri einum, ekki langt frá Arnarstapa undir Jökli, er strókur sem heitir Göngukonusteinn. Hraun er þar upp undan og stendur svo á því að förukona sat einu sinni undir steindranga þessum þegar lest ein fór um veginn þar rétt hjá. Hún beiddi lestamennina beininga, en þeir synjuðu henni um alla ásjá. Bað hún þá hraunið yfir lestina og varð hún þar undir.