Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hóllinn á Sneis

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Hóllinn á Sneis

Sneis heitir bær einn í Laxárdal. Hóll er framan undir bænum; hann er grasgefinn mjög, en eigi má slá hann því álfkona ein býr í hólnum og er hann slægjuland hennar. Helgi heitir bóndinn sem nú (1847) er í Sneis; hann slær hólinn og hirðir ei um sögur manna. Segja sumir að þess vegna sé hann fátækur að hann slái hólinn álfkonunnar því hún þoli það eigi.