Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hestlán

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Tveir ferðamenn báðu Eirík einu sinni að ljá sér hesta að ríða yfir ósinn. Hann bað þá taka tvo hesta gráa er stæði á húsabaki og væri knýtt upp í þá snæri, þeim mætti þeir ríða út yfir sand og sleppa þeim þar. Þeir gjörðu svo, en er þeir leystu út úr þeim voru það ekki annað en tveir hrosshausar.