Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hvalurinn

Úr Wikiheimild

Það er sagt að séra Hálfdán hafi einu sinni lofað kölska að fá honum son sinn sem þá var nær því fullorðinn ef hann færði sér hval. Morguninn eftir er hvalur rekinn á rekanum prestsins. Rétt þar eftir rær prestur fram á sundið og hefir son sinn á bátnum. Kom þá upp úr sjónum grá hend loðin og grípur drenginn út og hverfur hann þar. Litlu síðar finnast mannsbein rekin hjá hvalnum. Segir þá prestur: „Það var ekki von hann vildi skrokkinn þegar hann fékk ekki sálina.“[1]

  1. Þó saga þessi sé ekki greinilega sögð sýnist auðráðið að sonur prestsins hafi verið dáinn þegar prestur lofaði kölska honum. [J. N.]