Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Illugi á Fossi

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Illugi á Fossi

Á Fossi í Fljótum var eitt sinn til heimilis prestur sá er Illugi hét. Bóndinn þar gekk á syndsamlegum vegi, fór aldrei til kirkju og vildi ekki bæta ráð sitt, enda þó presturinn iðuglega áminnti hann þar um. Eitt sinn þegar Illugi prestur messaði á Þverá og var kropinn niður fyrir altarinu að biðjast fyrir í messulokin sýndist sem hann yrði frá sér numinn og gáði ekki hvað tíma leið. Var hann á eftir spurður hvað fyrir hann hefði borið, en hann gaf þar lítið út á. Messufólk frá Fossi gat um þetta við bóndann þar, og spurði hann prestinn hvaða vitrun hann hefði nú fengið. Prestur sagði að hann skyldi ekki hafa slíkt að spaugi, „því mér vitraðist það,“ segir hann, „að þú átt ekki eftir nema þrjá daga ólifaða,“ og áminnti nú prestur hann enn á ný alvarlega um að bæta ráð sitt og iðrast synda sinna. Um nóttina veiktist bóndi, iðraðist af alvöru synda sinna og dó að þrem dögum liðnum.