Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Jón Eggertsson

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Jón Eggertsson

Þenna mann dreymdi einu sinni tvær konur úr byggðarlagi hans sem hann þekkti og var önnur skyld honum, en báðar voru þær dauðar og hétu Jarðþrúður og Ragnhildur. Honum þótti þær bjóða sér að leggjast niður hjá þeim, en hann vildi ekki. Eftir þetta varð Jón mikið veikur og ætla menn að draumurinn hafi verið fyrirboði fyrir því. En hefði Jón þegið boð þeirra og lagzt niður hjá þeim þykir hætt við að draumurinn hefði boðað dauða hans.