Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Kálfatjörn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Kálfatjörn

Selhagi heitir bær sá sem næstur er fyrir framan Þverárdal í Laxárdal. Þar er tjörn sú fyrir framan og neðan bæinn sem Kálfatjörn heitir. Þorleifur hét maður í Selhaga er síðan bjó í Stóradal. Þegar hann stóð yfir sauðum sínum um veturinn veiddi hann í tjörninni. Drápust þá fyrir honum tvær ær um daginn. Lagði hann þá niður veiðina og hefur síðan engi tekið hana upp aftur.