Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Látra-Björg og duggan

Úr Wikiheimild

Það er mælt að Látra-Björg hafi verið kraftaskáld og er það haft til marks að eitt sinn er sigling hafði lengi dregizt kvað hún þetta:

Vaxi mugga og vindurinn,
vil ég brugga ljóða slag,
sigli dugga ein hér inn
oss að hugga nú í dag.

Er mælt það hafi gengið eftir er óskað var eftir í vísunni.