Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Móðir Marteins víkings

Úr Wikiheimild

Þegar Ari hafði af dögum ráðið Martein víking[1] sá Þorleifur það af vizku sinni að móðir víkings þess efldi í útlöndum fjölkynngi gegn Ara. Ari bað hann hjálpar; hann tók skeljar og varp á sjó út og með kunnáttu gat hann varið Ara við tjóni.

Skeljarnar tók Þorleifur jafnmargar og samsvara átti skipatölu þeirri er móðir Marteins víkings ætlaði að búa til Íslands. Gjörði Þorleifur það [og sá] að eins og skeljarnar sukku á sjónum eins týndist skipastóll kerlingar, en ein skelin maraði lengst í kafi unz hún loks sökk. Það var táknun skips þess er móðir Marteins var á.

  1. Þ. e. Marteinn de Villafranca, sbr. Spánverjavígin 1615, Kh. 1950.