Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Nú er ég komin

Úr Wikiheimild

Jón Sveinsson bjó á Eystri-Sólheimum og átti Arndísi fyrri konu Sigurðar gamla Eyjólfssonar á Sólheimum – sem nú er almennt nefndur ríki Sigurður, nýdáinn að heita má. Hjá honum (Jóni) var gömul kerling. Jón var oft að spauga við kerlingu að hún skyldi verða draummaður sinn; kerling vildi ekki; en einu sinni segir hún: „Það gildir mig einu.“ Svo dó kerling. En um nóttina kemur hún til hans í draumi og segir: „Nú er ég komin ef þú vilt spyrja mig að einhverju.“ Hann þagði og því kom hún aldrei oftar.