Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Nesvatn í Hegranesi

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Nesvatn í Hegranesi

Nesvatn heitir stöðuvatn eitt norður í Hegranesi í Skagafjarðarsýslu, hvort sem það dregur nafn af Hegranesinu eða af bænum sem þar á land að og heitir Utanverðunes. Annar bær á og land að vatni þessu; hann heitir Keflavík. Á báðum þessum bæjum bjuggu til forna konur tvær aldraðar sem notuðu veiði í Nesvatni og vildi þó hvor um sig eiga ein veiðina. Kerlingin í Utanverðunesi varð hinni yfirsterkari og meinaði hinni veiðina, en Keflavíkurkerlingin spillti þá veiðinni fyrir hinni með því að sökkva niður í sjálft uppgönguaugað í vatninu einhverju (katli?) svo enginn silungur gekk upp frá því upp um augað, og við það lagðist öll veiði af í Nesvatni.