Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Prestskona hefur tilbera

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Prestskona hefur tilbera

Þegar Steinmóður Oddsson sem dáinn er fyrir fáum árum og ferðaðist víða um land og kom einnig nokkrum sinnum í Reykjavík og var hér og í Lóni oftast vistferlum var á ferð í Austfjörðum, í þeim fjörðum sem ferðamenn fara aldrei um, kom hann eitt sinn nálægt prestssetri og hitti hann þá tilbera í kúahóp og rak hann hann á flótta og elti hann heim á prestssetrið. Stóð þá prestskonan úti og stökk tilberinn upp undir hana. Kallar Steinmóður þá prest til og annað fólk bæjarins og segir þeim þetta, og mun prestskonan hafa fengið fyrir tiltæki sitt eftir því sem Steinmóður hafði sagt.