Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Séra Þorlákur á Ósi og loftandinn

Úr Wikiheimild

Eitt sinn var Þórlákur prestur staddur á Akureyri. Varð þar þá sá atburður að maður datt niður manna á meðal og virtist dauður; var þá presti sagt og beðinn skoða manninn. En er hann kom að þar sem maðurinn lá tók hann fjöðurstaf úr vasa sínum og brá öðrum enda hans í nösina á hinum, en hafði hinn í munni sér og saug. Spratt þá hinn fallni á fætur heilbrigður, en prestur brá skæni um fjöðurstafinn og stakk í vasa sinn; sagði hann svo að loftandi hefði flogið upp í nefið á manninum, en honum náði prestur í fjöðurstafinn.