Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Séra Einar í Heydölum

Úr Wikiheimild

Svo segir fróður kvenmaður að afkomendur Mála-Snæbjarnar Pálssonar, börn sonar hans Markúsar pr. í Flatey, hafi átt kvæðabók allmerkilega með hendi Jóns Gissurarsonar á Núpi. Þar var eitt á kvæði eftir síra Einar í Heydölum er ræningjar vildu gjöra spillvirki í Breiðdal; lét hann þá leiða sig út því hann var blindur orðinn og hóf upp kvæðið, en svo mikið afl fylgdi kvæðinu að ránsmenn gátu ekki tjón unnið. Þetta kvæði hét Brynja (að mig minnir).