Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Séra Vigfús og tilberinn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Séra Vigfús og tilberinn

Séra Vigfús Benidiktsson prestur í Einholti og síðan á Kálfafellsstað á 18. öld sem miðaldra menn muna eftir og hvers börn eru nýdáin sá einu sinni á ferð sinni að tilberi var í kúahóp og stökk upp á malirnar á einni kú og varð svo langur að hann náði beggja megin ofan að spenunum. Séra Vigfús fer þar að og rekur hann ofan af kúnni. Tilberinn ver sig lengi innan í kúahópnum, en seinast getur hann rekið hann frá kúnum og þá stingst hann á endann eins og tilberarnir eru vanir og heim að bænum þaðan sem hann var sendur, og séra Vigfús eltir hann, og þegar tilberinn kemur á hlaðið stendur kvenmaður úti og er hún í rauðum fötum, og stekkur tilberinn upp undir hana, en séra Vigfús sagðist ekki hafa annað gjört henni en slegið henni utan undir sitt hvorumegin og sagt henni væri betra að vera í svörtum fötum en rauðum og hún ætti skilið að verða drepin fyrir athæfi sitt og djöfullegan anda hennar, en þar sem hann væri hér ókunnugur og henni þá vildi hann ekki klaga hana.