Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Sólarljóð

Úr Wikiheimild

Sæmundur andaðist 1133, en með hverjum atburðum höfum vær eigi heyrt; þó segja menn að hann þrídagaður hafi úr líkrekkjunni risið og þá kveðið þá drápu er hans Ljóða-Eddu er vön að fylgja og kallast Sólarljóð. Hann er grafinn í Sancti Nicholai kirkju að Odda á Rangárvöllum norðvestur frá kirkjudyrum utarlega. Steinn er yfir leiðinu af óhöggnu grjóti, nú mjög jarðsiginn. Á honum hefur lengi sú trú verið (þó nú fyrnist) að veikir menn hafa á honum vakað á náttarþeli og svo burtu gengið horfnir krankleika síns, einkum þeir sem heimakomu hafa haft. Sæmundur átti sjö börn hverra allra nafnkenndastur er Loftur; hann var prestur að vígslum og bjó í Næfraholti, hver bær þá var í miðri sveit og stendur við rætur fjallsins Heklu. Í þá daga er sagt að verið hafi 300 hurðir á járnum í Næfraholti.[1]

  1. „Sæmundar steinn var stór hnöllungssteinn, nil minus quam [ekkert síður en, ekkert fjær lagi en hann sé] legsteinn,“ „kannske rekstrarsteinn aperui [virðist mér].“ „Glæsir, studeercamer [lestrarherbergi] Sæmundar.“ [Árni Magnússon].