Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Sator arepo

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Sator arepo

Af því ég hef séð að óbreyttir latínustafir hafa ýmist verið hafðir eingöngu, ýmist í sameiningu með rúnastöfum í nokkrum formálum, en þó líklega helzt í varnargaldri vil ég færa hér fyrst til þess fáein dæmi áður en minnzt er á aðra stafi sem til galdurs hafa verið hafðir. Hér skal fyrst telja stafina við gulu; það eru stafirnir í hinu merkilega og fjölhæfa galdraversi sem lesa má á fjóra vegu og fá þó ávallt fyrst út sömu línu sem formálinn er við kenndur og kallað er sator arepo. Úr versi þessu er gjörður talbyrðingur þannig:

S a t o r
a r e p o
t e n e t
o p e r a
r o t a s

Alla stafi í þessu versi skyldi rista á neglur hins sjúka svo að honum batnaði gulan og til margra hluta annara var það haft.

Annað er formálinn til að fá bæn sína uppfyllta. Hann er í því fólginn að maður skrifar með hundsblóði á ungllið sér þessi orð með latínuletri: „Max, piax, riax“ – og kemst þá sá ekki undan að veita ásjá sem beðinn er.

Hið þriðja er það þegar blandað er saman latínuletri og rúnaletri eins og sjá má næst á eftir Syrpuversi fremst í niðurlagi Buslubænar; þar standa fyrst þessir stafir með latínuletri: R. A. Þ. og síðan rúnastafirnir

enda er það ekki varnargaldur, heldur meingjörningar.