Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Sauðaspörð á Tvídægru
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Sauðaspörð á Tvídægru
Sauðaspörð á Tvídægru
Einu sinni kom maður að tilbera þar sem hann var að sjúga kýr í haga. Maðurinn var vel ríðandi og elti hann tilberann og náði honum, því helzt næst tilberinn þegar hann hefur sogið sig fullan. Tilberinn bað manninn að láta sig lausan. Maðurinn segir að hann verði þá nokkuð til að vinna. Tilberinn játti því. Maðurinn segir að hann verði að tína saman öll sauðaspörð á Tvídægru í þrjár hrúgur og vera búinn að því að morgni. Fer þá tilberinn að tína saman spörðin, en um morguninn fannst hann sprunginn við eina hrúguna.