Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Stóristeinn

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Stóristeinn

Vestur á Múlanesi er steinn einn mikill á milli Skálmarnessmúla og Ingunnarstaða. Svo er mælt að einu sinni var prestur nokkur í Múla. Þá bjó Ingunn á Ingunnarstöðum. Hún gat ei goldið presti tekjur sínar, svo var hún fátæk, og er þess getið að hún átti kú eina. Það var hinn helzti bjargarstofn Ingunnar. Prestur vildi ei láta fé sitt því hann var harður í tekjum og er hann sér að hann fær ekkert frá Ingunni fer hann til Ingunnarstaða og tekur kú hennar og fer með heimleiðis. En er hann kom á stað þann sem nú er steinninn kom steinninn ofan úr fjallinu, Múlanessfjalli, og varð [prestur] undir honum og liggur þar enn í dag. En eigi snerti steinninn kúna og fór hún heim aftur að Ingunnarstöðum.