Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Svipur

Úr Wikiheimild

Jón hét gamall maður fyrir vestan. Hann var kallaður forn í skapi og haldið að hann kynni fleira en aðrir. Hann unni mikið unglingspilti á næsta bæ; sá hét líka Jón og elskaði hann karlinn líka mikið. Héldu menn að eldri Jón mundi ætla að kenna yngra Jóni þegar hann kæmist á þann aldur, en áður en svo langt komst tók gamli Jón sótt. Það var eina nótt að yngra Jón dreymdi að kallað var til hans snöggt: „Jón, sjáðu hvar hann Jón fer til helvítis.“ Við þetta hrökk hann upp og leit fram á gólfið og sýndist sem hann sæi mannsiljar upp úr gólfinu, og hvurfu þær strax, en daginn eftir frétti hann lát gamla Jóns.