Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Tólfhundraðavatn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Tólfhundraðavatn

Svo heitir tjörn ein eigi stór fyrir austan bæinn Útey, en sá bær stendur í Laugardal austanvert við Laugarvatn. Úteyjarmenn höfðu fyrr meir veiði í tjörn þessari, en það fylgdi veiðinni að þar mátti aldrei veiða meir í í senn en til næsta máls. En seinna kom sá maður að Útey sem út af þessu brá og hélt að álög þessi mundu vera marklítil. Hann veiddi nú á svipstundu 1200 silunga, en upp frá því hefur engin veiði verið í vatni þessu, en síðan þetta varð er það Tólfhundraðavatn kallað.