Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Til að vita stuld

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Til að vita stuld

Tak mjaðurt sjálfa Jónsmessunótt um miðnættið, lát í laug (þ. e. munnlaug) við hreint vatn, legg urtina á vatnið. Fljóti hún, þá er það kvenmaður; sökkvi hún, þá er það drengur. Skugginn sýnir þér það hver maðurinn er. Þar við skal hafa þenna formála: „Þjófur, ég stefni þér heim aftur með þann stuld sem þú stalst frá mér með svo sterkri stefnu sem guð sjálfur stefndi djöflinum úr paradís í helvíti.“