Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ullarstuldur tilbera

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Ullarstuldur tilbera

Einu sinni kom maður að morgni dags að ullarbing er hann ætlaði að breiða úr, en því bili kom tilberi og þyrlaði burt með sér öllum bingnum. En fjörugur eldishestur var nærri og reið maðurinn honum á eftir tilberanum sem mest mátti hann. Sá maðurinn að hesturinn yrði að springa ef svo færi lengi fram, en þegar kom á hlaðið á fjórða bæ skauzt tilberinn úr bingnum og upp undir konuna er var úti stödd. Maðurinn hljóp að konunni og tók hana höndum, fann tilberann inn á henni og sleit hann frá henni og sprengdi hann. En svo hélt tilberinn sér fast að suguvartan slitnaði með af konunni og dó hún af blóðrás.