Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Uppruni Einars og ætt

Úr Wikiheimild

Einar hét prestur, son Nikulásar á Héðinshöfða Einarssonar. Einar prestur hélt Skinnastaði. Þorbjörg hét kona hans, dóttir Jóns prests Þorvarðssonar; voru þeirra synir Jón prestur kallaður greipaglennir og Þórarinn kallaður Galdra-Þórarinn er sagt er að hefði sagnaranda.

Einar prestur var fjölkunnugur mjög og fyrir því var hann galdrameistari kallaður og það með að fjölkynngi kenndi hann sonum sínum.