Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Uppruni Höllu

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Uppruni Höllu

Halla var uppi um sömu mundir og Sæmundur prestur hinn fróði og vóru þau systkin þrjú: Sæmundur,[1] Halla og Elín í Elínarhöfða á Akranesi. Líktust þær systur bróður sínum Sæmundi í því að þær vóru margfróðar og fóru með forneskju. Þó var Halla trúkona mikil og mátti það sjá á ýmsu því er hún gjörði, svo sem vóru gjafir hennar til Álftaneskirkju o. fl.

  1. Hér er eins og oft í munnmælasögum glundrað ártali þar sem Sæmundur sem dó hér um bil 1133 er látinn vera bróðir Straumfjarðar-Höllu sem var uppi á fyrri hluta 15. aldar og a. m. k. 300 ár á milli þeirra.