Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfar hjá Snjallsteinshöfðahjáleigu

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Álfar hjá Snjallsteinshöfðahjáleigu

Jón Sigurðsson hét maður; hann átti heima á bæ þeim í Landsveit er Snjallsteinshöfðahjáleiga heitir. Jón smalaði á vorin um sauðburð meðan hann var ungur. Skammt frá bænum er gil eitt djúpt og grasbrekkur fagrar báðumegin gilsins og á einum stað stór hvammur. Einu sinni um hvítasunnuhátíðina varð Jóni reikað fram á hvammsbrekkuna og heyrði svo indælan söng að hann segist aldrei á ævi sinni hafa heyrt eins vel sungið. Stóð Jón þar góða stund og heyrði að sungnir voru hvítasunnusálmar þeir í grallaranum er vanalegt var að syngja í kirkjum og heimahúsum meðan grallarinn var tíðkaður enda bar Jón aldrei framar á móti því er honum hafði verið sagt að álfar ættu heima í hvammi þessum.