Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfarnir á nýjársdagskvöld

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Álfarnir á nýjársdagskvöld

Eitt nýjársdagskvöld stóð so á í Skógum að seint var kveikt í göngum eður dyrum; því það var gamall vani, og helzt enn við víða, að ljós er látið lifa jólanótt og nýjárs niðri í bæjum. Enn var í Skógum fólk í fjósi því kýr var að bera um dagsetursleyti og þá kýrin var borin var kálfurinn inn borinn; en þá inn í bæinn var komið með kálfinn þá var sagt í dyrunum: „Það er leiðinlegt að það er kveikt so seint hérna fremur venju.“ Þá var strax ljós kveikt og látið lýsa um dyrnar og göngin. Þetta var huldumaður er þetta sagði; hann vildi ei láta af vana bregða að lýst væri sér og sínum þetta kveld því á því kveldi kemur huldufólk með gamanleiki og dans víða í bæi þótt ei sjáist nú á þessum dögum. En áður bar það við að það sást á einstaka bæ og ekki sízt á jólanóttum þá fólk var við tíðir sem nú er af lagt; var þá oftast gott á þeirri nótt að gamalt fólk sagði er þá lifði, en nú oft stirt veður fremur en þá var.