Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfarnir hjá Víðivöllum

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Á Víðivöllum í Skagafirði eru klappir utan og aðrar fyrir sunnan (bæinn). Kerling sem þar var sagði að í öðrum (ég trúi syðri) klöppunum væri vont huldufólk sem granda vildi bænum, en í hinum gott sem varnaði þess.