Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfaskip hjá Arnarbæli

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Holt eitt með klettum og grasi vaxið á milli klettanna er upp í heiðinni milli Býjaskerja og Sandgerðis rétt fyrir ofan (sunnan) túngarðinn, er Arnarbæli heitir. Annar klettur er þar fyrir neðan Sandgerði sem brúkaður hefir verið fyrir hróf á sumarinn, er heitir Hamar. Þaðan þóttust menn sjá álfafólk vera að setja skip sín og upp í Arnarbæli nóttina fyrir Bátsendaflóðið — þann 4. janúar 1798 – sem mörgum sveitum olli hins mesta tjóns og töpunar.[1]


  1. Básendaflóðið varð 9. janúar 1799 (Blanda III, 53).