Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfkonan hjá Bergsholtskoti

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Eitt sinn fyrir 47 árum, eða árið 1816, sá ég í tunglsljósi löngu eftir dagsetur í Bergsholtskoti í Staðarsveit þar er ég átti heima, sýn nokkra kynlega er ég nú skal greina:

Í túninu á þessum bæ er hóll einn mikill með bletti austan til, áþekkur því tilsýndar að þil væri; annar hóll lægri er nokkuð austar, og virtist mér þetta kvöld er ég áður nefndi sem kvenmaður gengi frá enum minni hólnum og bæri fötu í annari hendi, en ljós í hinni, því hvítalogn var, og fór hún að klettinum á stærri hólnum og hvarf þar eins og hún hefði þar inn farið.